• Sólon Íslandus - myndir af veitingasal
  • Sólon Íslandus - myndir af veitingasal
  • Sólon Íslandus - myndir af veitingasal
Njóttu í góðu yfirlæti
Sólon
Íslandus

Matseðillinn okkar

Við bjóðum upp á klassíksa rétti í nýjum og ferskum búningi. Í matreiðsluteyminu okkar eru metnaðarfullir landsliðskokkar sem hafa mikla alþjóðlega reynslu en þeir kappkosta að framreiða góðan og fjölbreyttan matseðil á sanngjörnu verði þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Hefur þú heyrt talað um „skirt“ steik og alltaf langað að prófa?  Nú er tækifærið því hún er á matseðlinum – strax orðin einn vinsælasti rétturinn okkar.  Kjúklinga „Schnitzel“ er annað dæmi um frábæran rétt sem kemur á óvart – samsetningin er óhefðbundin en rétturinn að fá frábærar viðtökur.

„Oomph“Vegan borgarinn okkar læðist jafnvel á disk hjá hörðustu kjötunnendum, hefur þú prófað hann?

Skoðaðu matseðlana okkar og bókaðu borð (í gegnum Dineout), við hlökkum til að sjá ykkur.

Uppáhaldið okkar núna

Nauta-skirt steik

Medium rare. Djúpsteikt smælki, steiktur laukur, kjötgljái

Kjúklinga „Schnitzel“

Hanteruð kjúklingabringa, sinneps rjómasósa, reyktur Feykir ostur, sítróna, franskar

Stracciatella ostur & pikklaðir tómatar

Stracciatella, pikklaðir baby-tómatar, basilolía, ferskt basil, ólífuolía

Létt elduð bleikja í sítrónuolíu

Bleikja, sýrður rjómi, epli, gúrka brúnaðar hnetuflögur

Sjáðu allan matseðilinn hérna.

Við tökum vel á móti ykkur!

Segðu hæ við nýjan Sólon Islandus. Við höfum enduropnað þennan kunnuglega og dásamlega stað í nýjum og ferskum búningi. Við bjóðum upp á nýjan og spennandi matseðil þar sem í boði er eitthvað fyrir alla. Vinalegt og notalegt andrúmsloft ríkir á Sólon Islandus þar sem vinir, fjölskylda og kunningjar geta komið og átt góðar stundir og borðað gómsætan mat saman.

Nýju básarnir okkar eru hannaðir til þess að skapa skemmtilegt og náið samband á milli gesta sem ýtir undir samræður og spjall á meðan notið er góðrar máltíðar.

Við bjóðum einnig upp á veisluþjónustu í samvinnu við systurstaðinn okkar MAT BAR. Hafðu samband og við hjálpum þér að gera daginn þinn ógleymanlegan.

Smelltu hér að neðan og skoðaðu matseðlana okkar eða bókaðu borð (í gegnum Dineout).

Sólon Íslandus

Merktu með #solonislandus

Hafðu samband

FIN
© Sólon Íslandus 2023
Vefsíðugerð: Gasfabrik